Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Vísir/Gva „Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57