Aðeins ein kona á sæti í fimm manna stjórn Bændasamtakanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála. VÍSIR/PJETUR Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira