„Mér líður ofboðslega vel í grænu“ Ingvi Þór sæmundsson skrifar 26. mars 2018 11:30 Einar Árni Jóhannsson var síðasti maðurinn til að gera Njarðvík að Íslandsmeisturum. Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira