Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. mars 2018 20:00 Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum. Suðurskautslandið Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum.
Suðurskautslandið Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira