Forseti Mjanmar segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 06:06 Aung San Suu Kyi og fráfarandi forsetinn Htin Kyaw, Vísir/epa Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn. Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn.
Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent