Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Vísbendingar eru um að einmanaleiki sé að aukast. Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki. Í ríki eins og Íslandi getur verið neikvæð fylgni milli hagvaxtar og hamingju. Vísir/Daníel Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52