Miklu meira en bara tónleikar Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Greta segir gleðina í hópnum hafa verið alveg einstaka á æfingum og hlakkar hvað mest til að sjá hana líka á stóra sviðinu. Vísir/Anton „Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira