Losun 28% meiri en árið 1990 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 21:58 Alls koma 38% af losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum frá málmiðnaði. VISIR/GVA Umhverfisstofnun birti í dag niðurstöður úr skýrslu sem sýnir að kolefnislosun Íslands jókst um 28% frá árinu 1990 fram til ársins 2016. Gerð skýrslunnar er hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig með fullgildingu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem kenndur er við París. Parísarsamningurinn kveður á um að ríki þurfi að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við árið 1990. Þarf því markmiði að vera náð fyrir árið 2030. Í skýrslunni kemur fram að heildarlosun Íslands hefur aukist um rúmlega 28% frá árinu 1990. Losunin minnkaði þó um 2% milli áranna 2015 og 2016. „Það var mjög ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir aukningu frá 1990 þá erum við að sjá tveggja prósenta minnkun á milli 2015 og 2016. Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig það heldur áfram. Aðgerðir sem ráðist verður í núna skila sér seinna þannig að það er mikil áskorun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í kvöldfréttum RÚV. Þrátt fyrir að heildarlosun milli ára minnki þá jókst losun frá ákveðnum uppsprettum. Til að mynda jókst losun frá vegasamgöngum um 9%. Þá segir ennfremur í skýrslunni að stærstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi séu málmiðnaður (38%), vegasamgöngur (19,5%), fiskiskip (11%), iðragerjun jórturdýra (6,6%) og urðun úrgangs (4,6%). Innlent Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Umhverfisstofnun birti í dag niðurstöður úr skýrslu sem sýnir að kolefnislosun Íslands jókst um 28% frá árinu 1990 fram til ársins 2016. Gerð skýrslunnar er hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig með fullgildingu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem kenndur er við París. Parísarsamningurinn kveður á um að ríki þurfi að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við árið 1990. Þarf því markmiði að vera náð fyrir árið 2030. Í skýrslunni kemur fram að heildarlosun Íslands hefur aukist um rúmlega 28% frá árinu 1990. Losunin minnkaði þó um 2% milli áranna 2015 og 2016. „Það var mjög ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir aukningu frá 1990 þá erum við að sjá tveggja prósenta minnkun á milli 2015 og 2016. Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig það heldur áfram. Aðgerðir sem ráðist verður í núna skila sér seinna þannig að það er mikil áskorun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í kvöldfréttum RÚV. Þrátt fyrir að heildarlosun milli ára minnki þá jókst losun frá ákveðnum uppsprettum. Til að mynda jókst losun frá vegasamgöngum um 9%. Þá segir ennfremur í skýrslunni að stærstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi séu málmiðnaður (38%), vegasamgöngur (19,5%), fiskiskip (11%), iðragerjun jórturdýra (6,6%) og urðun úrgangs (4,6%).
Innlent Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00