Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 17:18 Enn einn blaðamaður deyr í Rússlandi. nordicphotos/AFP Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013. Erlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013.
Erlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira