Vinna verk sín samfélaginu til góðs Ritstjórn skrifar 13. apríl 2018 06:00 Samfélagsverðlaunin voru afhent við hátíðlegt tækifæri í vikunni. Á myndinni eru Atli Svavarsson, Ingibjörg Örlygsdóttir (Inga á Nasa) sem tók við verðlaununum fyrir Pál Óskar, Herdís Egilsdóttir kennari, Vilborg Ævarsdóttir, varaformaður Hringsins, og Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri. Vísir/ernir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins hafa nú verið veitt í þrettánda skiptið. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst frá lesendum Fréttablaðsins. Dómnefnd valdi þrjá í hverjum flokki og útnefndi svo einn verðlaunahafa í hverjum af flokkunum fimm. Að þessu sinni sátu í dómnefnd þau Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaður, og Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri og útgefandi.Samfélagsverðlaunin Kvenfélagið Hringurinn er handhafi Samfélagsverðlaunanna. Auk viðurkenningarinnar fær félagið 1.200 þúsund krónur í styrk frá Fréttablaðinu. Hringurinn var stofnaður árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Félagið hefur haft stuðning við uppbyggingu Barnaspítala Hringsins að aðalverkefni sínu í mörg ár. „Yfirhöfuð erum við kannski að leggja vökudeildinni til meira en sjálfum barnadeildunum. Um leið og þau vantar einhver tæki, þá bara skrifa þau okkur styrkbeiðnir og við bara reynum að verða við öllum þeirra óskum,“ segir Vilborg Ævarsdóttir, varaformaður Hringsins. Í fyrra hafi til dæmis vökudeildinni verið veittur styrkur fyrir nýjum öndunarvélum. Önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa einnig verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar barna með sérþarfir. Sambýli fatlaðra hafa líka leitað eftir styrkveitingum frá Hringnum. „Það er þetta grundvallaratriði, að þetta sé fyrir börn,“ segir Vilborg. Hún segir að Hringskonur hittist einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. „Þá hittumst við og fáum gest og spjöllum og borðum saman. Að öðru leyti er starf félagsins unnið í nefndum. Það er jólakortanefnd, jólabasarsnefnd, jólakaffinefnd, Reykjavíkurmaraþonsnefnd. Þannig er tryggt að það séu nægjanlega margar konur að einbeita sér að ákveðnum hlut.“ Nefndirnar hittast allt árið. Í félaginu eru rúmlega 350 konur. „Við erum að taka inn 10 til 15 nýjar konur á hverju ári,“ segir Vilborg. Hvunndagshetjan Guðmundur Fylkisson fékk verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan. Hann hefur verið lögregluþjónn síðan 1985 og byrjaði á Ísafirði. Hann hefur síðan unnið hjá Lögreglunni í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra og var friðargæsluliði í Bosníu. Í dag er hann aðalvarðstjóri og fylgir hann eftir beiðnum barnaverndar um leit að börnum sem hafa ekki skilað sér heim. Guðmundur segir að talsverður fjöldi beiðna berist í hverjum mánuði. „Þetta eru 82 til 83 börn á ári síðustu þrjú árin en þau eru orðin 42 til 43 á þessu ári,“ segir hann. Fjöldi beiðna sé miklu meiri en fjöldi barna sem þýðir að í mörgum tilfellum sé oft verið að leita að sama einstaklingnum. „Staðalímyndin er sú að þetta séu krakkar í bullandi neyslu sem eru strjúkandi frá heimilum. En það eru í rauninni undantekningartilfelli,“ segir Guðmundur. Algengara sé að þessi börn eigi í útistöðum við foreldra sína sem byrja á deilum um útvistartíma eða öðru slíku og svo harðni samskiptin. „En síðan vissulega koma inn einstaklingar sem eiga við mikinn fíkniefnavanda að stríða,“ bætir hann við. Guðmundur verður 53 ára á þessu ári. „Ég veit ekki hvert úthald mitt er. Mér finnst starfið enn þá mjög gefandi og hef enn þá þrek og þol til að sinna þessu. Meðan það er þá held ég þessu áfram,“ segir Guðmundur um framtíð sína í þessu starfi. „Ég finn mig áfram í þessu starfi í einhvern tíma,“ bætir hann við. Gegn fordómum Síðast en ekki síst ber að nefna Pál Óskar Hjálmtýsson tónlistarmann sem hlýtur verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Hann hefur um árabil talað máli samkynhneigðra með jákvæðum og uppbyggilegum hætti, alltaf með gleðina og kærleikann að vopni. „Ég er svo hrærður og upp með mér. Líka hissa, hreinlega vegna þess að ég hef aldrei upplifað mig sem aktívista í atlögu gegn fordómum. Ég er ekki baráttumaður, ástin, já takk. Ég upplifi mig fyrst og fremst sem söngvara og listamann. Það starf verður til þess að maður getur stundum nýtt glugga til þess að láta í sér heyra, ég vona að ég hafi gert það til að koma á framfæri lífsviðhorfum sem ég hef,“ segir Páll Óskar.Eftir viðtalið fór Atli Svavarsson með pabba sínum í Úlfarsfellið, hjá Bauhaus, að tína rusl. Hann pælir mikið í umhverfismálum.Vísir/ANtonBiður fólk um að hætta sóðaskap og að henda rusli á víðavangi Atli Svavarsson, ellefu ára nemandi í 5. bekk í Laugarnesskóla, hlaut verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Hann stofnaði verkefnið #savetheworld í febrúar í fyrra. Það snýst um að tína rusl í náttúrunni. Á þessu rúma ári hefur Atli tínt rusl – ekki síst á leið sinni til og frá skóla og fengið svo fjölskyldu sína til að fara saman í lengri leiðangra. Atli gengur yfirleitt sömu leiðina í skólann og finnur gjarnan plast og matarumbúðir. „Ef ég er að labba í skólann minn þá sé ég yfirleitt nokkrar appelsínflöskur eða kókflöskur – einu sinni fann ég snúð – og ég set það bara í næsta rusl sem ég finn. Ef ég er rétt hjá heimilinu mínu þá set ég það í ruslið þar,“ segir hann. Atli fer líka út í náttúruna að tína. „Fyrst fórum ég og pabbi í Laugarnesið. Einu sinni fórum við á Snæfellsnesið og fórum að plokka þar,“ segir Atli. Þá fóru þeir í fjöru að tína plast sem kom úr sjónum. Það hefur líka komið fyrir að Atli hefur orðið vitni að því að fólk hendir frá sér rusli. „Stundum þegar ég er í bílnum mínum og lít út um gluggann þá sé ég stundum fólk opna gluggann og henda plastflöskum eða einhverju,“ segir hann, en bætir við að það geti verið erfitt að bregðast við í slíkum aðstæðum. „Maður getur ekki bara farið út úr bílnum sínum,“ segir Atli til útskýringar. „Ekki gera þetta,“ segir Atli þegar hann er spurður um hvað hann langi til segja við fólk sem hendir rusli. „Þetta er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki einu sinni það erfitt.“ Atli segist ekki hafa hugsað um hvort hann ætli að fara í fleiri fjörur að plokka. En eftir viðtalið við Fréttablaðið, sem fór fram í gær, lá leiðin hjá honum og Svavari Hávarðssyni, pabba hans, upp í Grafarholt þar sem Ferðafélag Íslands var að plokka. Atli segist tala mikið við mömmu sína og pabba um umhverfismál heima hjá sér. Þá bætir pabbi hans því við að mikið sé talað um náttúrulíf og fjölskyldan horfi saman á náttúrulífsmyndir. „Drífið ykkur af stað,“ segir Atli við þá sem langar til að fara út að plokka og gera gagn fyrir umhverfið. „Ef maður sér eitthvað þá á maður bara að taka það upp. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Þessu er pabbi Atla algjörlega sammála. „Alvöru plokk er að gera þetta bara þegar þú ert á leið út í búð, að tína bara upp eitt til tvö stykki,“ bætir pabbi hans við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins hafa nú verið veitt í þrettánda skiptið. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst frá lesendum Fréttablaðsins. Dómnefnd valdi þrjá í hverjum flokki og útnefndi svo einn verðlaunahafa í hverjum af flokkunum fimm. Að þessu sinni sátu í dómnefnd þau Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaður, og Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri og útgefandi.Samfélagsverðlaunin Kvenfélagið Hringurinn er handhafi Samfélagsverðlaunanna. Auk viðurkenningarinnar fær félagið 1.200 þúsund krónur í styrk frá Fréttablaðinu. Hringurinn var stofnaður árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Félagið hefur haft stuðning við uppbyggingu Barnaspítala Hringsins að aðalverkefni sínu í mörg ár. „Yfirhöfuð erum við kannski að leggja vökudeildinni til meira en sjálfum barnadeildunum. Um leið og þau vantar einhver tæki, þá bara skrifa þau okkur styrkbeiðnir og við bara reynum að verða við öllum þeirra óskum,“ segir Vilborg Ævarsdóttir, varaformaður Hringsins. Í fyrra hafi til dæmis vökudeildinni verið veittur styrkur fyrir nýjum öndunarvélum. Önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa einnig verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar barna með sérþarfir. Sambýli fatlaðra hafa líka leitað eftir styrkveitingum frá Hringnum. „Það er þetta grundvallaratriði, að þetta sé fyrir börn,“ segir Vilborg. Hún segir að Hringskonur hittist einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. „Þá hittumst við og fáum gest og spjöllum og borðum saman. Að öðru leyti er starf félagsins unnið í nefndum. Það er jólakortanefnd, jólabasarsnefnd, jólakaffinefnd, Reykjavíkurmaraþonsnefnd. Þannig er tryggt að það séu nægjanlega margar konur að einbeita sér að ákveðnum hlut.“ Nefndirnar hittast allt árið. Í félaginu eru rúmlega 350 konur. „Við erum að taka inn 10 til 15 nýjar konur á hverju ári,“ segir Vilborg. Hvunndagshetjan Guðmundur Fylkisson fékk verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan. Hann hefur verið lögregluþjónn síðan 1985 og byrjaði á Ísafirði. Hann hefur síðan unnið hjá Lögreglunni í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra og var friðargæsluliði í Bosníu. Í dag er hann aðalvarðstjóri og fylgir hann eftir beiðnum barnaverndar um leit að börnum sem hafa ekki skilað sér heim. Guðmundur segir að talsverður fjöldi beiðna berist í hverjum mánuði. „Þetta eru 82 til 83 börn á ári síðustu þrjú árin en þau eru orðin 42 til 43 á þessu ári,“ segir hann. Fjöldi beiðna sé miklu meiri en fjöldi barna sem þýðir að í mörgum tilfellum sé oft verið að leita að sama einstaklingnum. „Staðalímyndin er sú að þetta séu krakkar í bullandi neyslu sem eru strjúkandi frá heimilum. En það eru í rauninni undantekningartilfelli,“ segir Guðmundur. Algengara sé að þessi börn eigi í útistöðum við foreldra sína sem byrja á deilum um útvistartíma eða öðru slíku og svo harðni samskiptin. „En síðan vissulega koma inn einstaklingar sem eiga við mikinn fíkniefnavanda að stríða,“ bætir hann við. Guðmundur verður 53 ára á þessu ári. „Ég veit ekki hvert úthald mitt er. Mér finnst starfið enn þá mjög gefandi og hef enn þá þrek og þol til að sinna þessu. Meðan það er þá held ég þessu áfram,“ segir Guðmundur um framtíð sína í þessu starfi. „Ég finn mig áfram í þessu starfi í einhvern tíma,“ bætir hann við. Gegn fordómum Síðast en ekki síst ber að nefna Pál Óskar Hjálmtýsson tónlistarmann sem hlýtur verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Hann hefur um árabil talað máli samkynhneigðra með jákvæðum og uppbyggilegum hætti, alltaf með gleðina og kærleikann að vopni. „Ég er svo hrærður og upp með mér. Líka hissa, hreinlega vegna þess að ég hef aldrei upplifað mig sem aktívista í atlögu gegn fordómum. Ég er ekki baráttumaður, ástin, já takk. Ég upplifi mig fyrst og fremst sem söngvara og listamann. Það starf verður til þess að maður getur stundum nýtt glugga til þess að láta í sér heyra, ég vona að ég hafi gert það til að koma á framfæri lífsviðhorfum sem ég hef,“ segir Páll Óskar.Eftir viðtalið fór Atli Svavarsson með pabba sínum í Úlfarsfellið, hjá Bauhaus, að tína rusl. Hann pælir mikið í umhverfismálum.Vísir/ANtonBiður fólk um að hætta sóðaskap og að henda rusli á víðavangi Atli Svavarsson, ellefu ára nemandi í 5. bekk í Laugarnesskóla, hlaut verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Hann stofnaði verkefnið #savetheworld í febrúar í fyrra. Það snýst um að tína rusl í náttúrunni. Á þessu rúma ári hefur Atli tínt rusl – ekki síst á leið sinni til og frá skóla og fengið svo fjölskyldu sína til að fara saman í lengri leiðangra. Atli gengur yfirleitt sömu leiðina í skólann og finnur gjarnan plast og matarumbúðir. „Ef ég er að labba í skólann minn þá sé ég yfirleitt nokkrar appelsínflöskur eða kókflöskur – einu sinni fann ég snúð – og ég set það bara í næsta rusl sem ég finn. Ef ég er rétt hjá heimilinu mínu þá set ég það í ruslið þar,“ segir hann. Atli fer líka út í náttúruna að tína. „Fyrst fórum ég og pabbi í Laugarnesið. Einu sinni fórum við á Snæfellsnesið og fórum að plokka þar,“ segir Atli. Þá fóru þeir í fjöru að tína plast sem kom úr sjónum. Það hefur líka komið fyrir að Atli hefur orðið vitni að því að fólk hendir frá sér rusli. „Stundum þegar ég er í bílnum mínum og lít út um gluggann þá sé ég stundum fólk opna gluggann og henda plastflöskum eða einhverju,“ segir hann, en bætir við að það geti verið erfitt að bregðast við í slíkum aðstæðum. „Maður getur ekki bara farið út úr bílnum sínum,“ segir Atli til útskýringar. „Ekki gera þetta,“ segir Atli þegar hann er spurður um hvað hann langi til segja við fólk sem hendir rusli. „Þetta er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki einu sinni það erfitt.“ Atli segist ekki hafa hugsað um hvort hann ætli að fara í fleiri fjörur að plokka. En eftir viðtalið við Fréttablaðið, sem fór fram í gær, lá leiðin hjá honum og Svavari Hávarðssyni, pabba hans, upp í Grafarholt þar sem Ferðafélag Íslands var að plokka. Atli segist tala mikið við mömmu sína og pabba um umhverfismál heima hjá sér. Þá bætir pabbi hans því við að mikið sé talað um náttúrulíf og fjölskyldan horfi saman á náttúrulífsmyndir. „Drífið ykkur af stað,“ segir Atli við þá sem langar til að fara út að plokka og gera gagn fyrir umhverfið. „Ef maður sér eitthvað þá á maður bara að taka það upp. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Þessu er pabbi Atla algjörlega sammála. „Alvöru plokk er að gera þetta bara þegar þú ert á leið út í búð, að tína bara upp eitt til tvö stykki,“ bætir pabbi hans við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira