Fá boðuð mál ráðherra komin fyrir þingheim Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustóli á Alþingi. Vísir/ERNIR Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00