Serbneskur þjóðernissinni dæmdur fyrir stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 15:32 Seselj er leiðtogi öfgaþjóðernisflokksins Róttæka flokksins í Serbíu. Vísir/AFP Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata. Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata.
Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00
Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15