Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 15:30 Caster Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna vísir/getty Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018 Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira