Slökkva á áróðurshátölurunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2018 06:01 Íbúar og hermenn á landamærum ríkjanna hafa mátt búa við suður-kóreska síbylju árum saman. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59