Hester: Brotnaði niður þegar ég sagði þeim að ég myndi ekki spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2018 21:35 Hester studdi sína menn dyggilega á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00
Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51