Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 09:40 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir „Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
„Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30