Af þessu tilefni bókaði svæðiskipulagsnefndin eftirfarandi:
Svæðisskipulagsnefnd fagnar því að nú hafi verið stigið stórt skref með samþykki allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin fagnar jafnframt þeim áformum ríkisins, sem birtast í ríkisstjórnarsáttmála og fjármálaáætlun, um að hefja viðræður við sveitarfélögin í ár um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er allajafna formsatriði nema það sé virkilegur formgalli,“ segir Hrafnkell Á Proppé, svæðisskipulagsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsstofnun hafi fjórar vikur til að staðfesta breytinguna sem verður auglýst í Stjórnartíðindum.