Gisting í Rússlandi rauk úr 2.500 krónum í 82 þúsund kall Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 11:33 Ef marka má reynslu Eyþórs virðist sem gullgrafaraæði hafi gripið um sig í Rússland vegna HM. Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Sjá meira
Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Sjá meira