Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 3. maí 2018 07:00 Ljóst er að Akureyringar fá nýjan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Vísir/pjetur Það stefnir í miklar breytingar á bæjarstjórn Akureyrar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og L-listans myndi falla ef kosið væri í dag. Samkvæmt niðurstöðunum yrði Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í bæjarstjórninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tæplega 29 prósent. Næstur kemur L-listinn, sem einnig er myndaður af fólki úr Viðreisn og Bjartri framtíð. Hann er með tæplega 21 prósent. VG kemur síðan með 11 prósent og Framsóknarflokkurinn með 10 prósent. Þá fengi Samfylkingin tæplega 10 prósenta fylgi, Miðflokkurinn tæplega níu prósent og Píratar rúm sjö. Útkoma Miðflokksins í könnuninni vekur sérstaka athygli, sé horft til þess að flokkurinn hefur ekki enn tilkynnt hvort hann muni bjóða fram lista á Akureyri og þaðan af síður hvaða menn myndu skipa listann.Í bæjarstjórn Akureyrar sitja ellefu fulltrúar. Ef niðurstaða kosninganna 26. maí yrði í takti við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, L-listinn fengi tvo. VG, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar, og Miðflokkurinn fengju svo einn mann kjörinn hver. Þessi niðurstaða myndi þýða að bæjarstjórnin tæki miklum breytingum eftir kosningar. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn þrjá menn kjörna, L-listinn fékk tvo menn, Samfylkingin fékk tvo menn, Framsóknarflokkurinn tvo, VG fékk einn mann og Björt framtíð, sem þá bauð fram sérlista, fékk einn mann. Samfylkingin, L-listinn og Framsókn mynduðu meirihluta Hringt var í 930 manns með lögheimili á Akureyri þar til náðist í 809 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. maí. Svarhlutfallið var 87 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tók 49,1 pró- sent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 13,1 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,4 prósent sögðust óákveðin og 15,4 prósent vildu ekki svara spurningunni.Oddvitar sammála um áherslur Á Akureyri heyrir til undantekninga að sami meirihluti haldi velli og starfi í átta ár. Sama verður uppi á teningnum ef úrslit kosninganna í lok maí verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Eiríkur Björn Björgvinsson, sem var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri, hefur enn fremur sagt að hann sækist ekki eftir því að verða bæjarstjóri næstu fjögur árin. Munu Akureyringar því að öllum líkindum fá nýjan meirihluta í vor auk nýs bæjarstjóra. Sókn í atvinnumálum Eyfirðinga skiptir Akureyringa miklu máli og þar hefur oft á tíðum verið mikilvægt að raforkuflutningar verði tryggðir inn á svæðið. Nokkrir oddvitar töluðu um það hversu mikilvægt það væri að rödd Akureyrar heyrðist í umræðunni og að næsta bæjarstjórn yrði öflugur málsvari atvinnulífs á svæðinu. Dagvistunarmál og málefni eldri borgara eru þau mál sem brenna á oddvitum flokkanna á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á næsta kjörtímabili er mikilvægt að sækja fram á ýmsum sviðum en bæjarsjóður stendur ágætlega eftir uppgang í íslensku efnahagslífi síðustu árin. Þrír flokkar mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, Samfylkingin, L-listi og Framsóknarflokkurinn, og hefur nokkuð mætt á þeim meirihluta. Umræður urðu um vanáætlaðar framkvæmdir, svo sem við endurbætur á sundlaugarsvæði Sundlaugar Akureyrar og uppbyggingu við Listasafnið á Akureyri, sem kostuðu að endingu meira en áætlað var í upphafi. Einnig var leikskólaplássum fækkað á kjörtímabilinu á tíma þegar vantaði leikskólapláss sem olli töluverðum titringi meðal fjölskyldufólks í bænum.Allir oddvitar til bæjarstjórnar leggja áherslu á leikskólamál og að dagvistunarúrræði barna verði tryggð á Akureyri á næsta kjörtímabili með það að markmiði að brúa bil milli fæðingarorlofs foreldra og dagvistunar á Akureyri. Fréttir birtust um að foreldrar ætluðu sér að flytja úr bæjarfélaginu þar sem þeir fengu ekki pláss fyrir börn sín í leikskólum. Umsóknum vegna barna sem fluttu til bæjarins fjölgaði mjög á skömmum tíma sem olli því að skortur varð á plássum. Leikskólastjórnendur hafa rætt við bæjaryfirvöld um að þétt sé setið í leikskólum bæjarins þar sem reynt var að koma sem flestum börnum að síðasta haust. Flugfélagið Super Break hóf millilandaflug til Akureyrar síðasta vetur með ágætum árangri og áætla forsvarsmenn fyrirtækisins að halda því áfram næsta vetur. Oddvitar framboðanna til sveitarstjórnarkosninga eru sammála um að það sé einnig eitt stóru málanna á næsta kjörtímabili að tryggja að Akureyrarflugvöllur sé í stakk búinn til að taka við millilandaflugi og þrýsta á hið opinbera að bæta aðstöðuna á vellinum. Aukin ferðaþjónusta á Akureyri kæmi sér vel fyrir bæjarsjóð og væri einnig þjóðhagslega hagkvæm. Dagvistunarmál og málefni eldri borgara eru þau mál sem brenna á oddvitum flokkanna á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á næsta kjörtímabili er mikilvægt að sækja fram á ýmsum sviðum en bæjarsjóður stendur ágætlega eftir uppgang í íslensku efnahagslífi síðustu árin. Þrír flokkar mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, Samfylkingin, L-listi og Framsóknarflokkurinn, og hefur nokkuð mætt á þeim meirihluta. Umræður urðu um vanáætlaðar framkvæmdir, svo sem við endurbætur á sundlaugarsvæði Sundlaugar Akureyrar og uppbyggingu við Listasafnið á Akureyri, sem kostuðu að endingu meira en áætlað var í upphafi. Einnig var leikskólaplássum fækkað á kjörtímabilinu á tíma þegar vantaði leikskólapláss sem olli töluverðum titringi meðal fjölskyldufólks í bænum. Allir oddvitar til bæjarstjórnar leggja áherslu á leikskólamál og að dagvistunarúrræði barna verði tryggð á Akureyri á næsta kjörtímabili með það að markmiði að brúa bil milli fæðingarorlofs foreldra og dagvistunar á Akureyri. Fréttir birtust um að foreldrar ætluðu sér að flytja úr bæjarfélaginu þar sem þeir fengu ekki pláss fyrir börn sín í leikskólum. Umsóknum vegna barna sem fluttu til bæjarins fjölgaði mjög á skömmum tíma sem olli því að skortur varð á plássum. Leikskólastjórnendur hafa rætt við bæjaryfirvöld um að þétt sé setið í leikskólum bæjarins þar sem reynt var að koma sem flestum börnum að síðasta haust. Flugfélagið Super Break hóf millilandaflug til Akureyrar síðasta vetur með ágætum árangri og áætla forsvarsmenn fyrirtækisins að halda því áfram næsta vetur. Oddvitar framboðanna til sveitarstjórnarkosninga eru sammála um að það sé einnig eitt stóru málanna á næsta kjörtímabili að tryggja að Akureyrarflugvöllur sé í stakk búinn til að taka við millilandaflugi og þrýsta á hið opinbera að bæta aðstöðuna á vellinum. Aukin ferðaþjónusta á Akureyri kæmi sér vel fyrir bæjarsjóð og væri einnig þjóðhagslega hagkvæm. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Það stefnir í miklar breytingar á bæjarstjórn Akureyrar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og L-listans myndi falla ef kosið væri í dag. Samkvæmt niðurstöðunum yrði Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í bæjarstjórninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tæplega 29 prósent. Næstur kemur L-listinn, sem einnig er myndaður af fólki úr Viðreisn og Bjartri framtíð. Hann er með tæplega 21 prósent. VG kemur síðan með 11 prósent og Framsóknarflokkurinn með 10 prósent. Þá fengi Samfylkingin tæplega 10 prósenta fylgi, Miðflokkurinn tæplega níu prósent og Píratar rúm sjö. Útkoma Miðflokksins í könnuninni vekur sérstaka athygli, sé horft til þess að flokkurinn hefur ekki enn tilkynnt hvort hann muni bjóða fram lista á Akureyri og þaðan af síður hvaða menn myndu skipa listann.Í bæjarstjórn Akureyrar sitja ellefu fulltrúar. Ef niðurstaða kosninganna 26. maí yrði í takti við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, L-listinn fengi tvo. VG, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar, og Miðflokkurinn fengju svo einn mann kjörinn hver. Þessi niðurstaða myndi þýða að bæjarstjórnin tæki miklum breytingum eftir kosningar. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn þrjá menn kjörna, L-listinn fékk tvo menn, Samfylkingin fékk tvo menn, Framsóknarflokkurinn tvo, VG fékk einn mann og Björt framtíð, sem þá bauð fram sérlista, fékk einn mann. Samfylkingin, L-listinn og Framsókn mynduðu meirihluta Hringt var í 930 manns með lögheimili á Akureyri þar til náðist í 809 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. maí. Svarhlutfallið var 87 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tók 49,1 pró- sent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 13,1 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,4 prósent sögðust óákveðin og 15,4 prósent vildu ekki svara spurningunni.Oddvitar sammála um áherslur Á Akureyri heyrir til undantekninga að sami meirihluti haldi velli og starfi í átta ár. Sama verður uppi á teningnum ef úrslit kosninganna í lok maí verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Eiríkur Björn Björgvinsson, sem var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri, hefur enn fremur sagt að hann sækist ekki eftir því að verða bæjarstjóri næstu fjögur árin. Munu Akureyringar því að öllum líkindum fá nýjan meirihluta í vor auk nýs bæjarstjóra. Sókn í atvinnumálum Eyfirðinga skiptir Akureyringa miklu máli og þar hefur oft á tíðum verið mikilvægt að raforkuflutningar verði tryggðir inn á svæðið. Nokkrir oddvitar töluðu um það hversu mikilvægt það væri að rödd Akureyrar heyrðist í umræðunni og að næsta bæjarstjórn yrði öflugur málsvari atvinnulífs á svæðinu. Dagvistunarmál og málefni eldri borgara eru þau mál sem brenna á oddvitum flokkanna á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á næsta kjörtímabili er mikilvægt að sækja fram á ýmsum sviðum en bæjarsjóður stendur ágætlega eftir uppgang í íslensku efnahagslífi síðustu árin. Þrír flokkar mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, Samfylkingin, L-listi og Framsóknarflokkurinn, og hefur nokkuð mætt á þeim meirihluta. Umræður urðu um vanáætlaðar framkvæmdir, svo sem við endurbætur á sundlaugarsvæði Sundlaugar Akureyrar og uppbyggingu við Listasafnið á Akureyri, sem kostuðu að endingu meira en áætlað var í upphafi. Einnig var leikskólaplássum fækkað á kjörtímabilinu á tíma þegar vantaði leikskólapláss sem olli töluverðum titringi meðal fjölskyldufólks í bænum.Allir oddvitar til bæjarstjórnar leggja áherslu á leikskólamál og að dagvistunarúrræði barna verði tryggð á Akureyri á næsta kjörtímabili með það að markmiði að brúa bil milli fæðingarorlofs foreldra og dagvistunar á Akureyri. Fréttir birtust um að foreldrar ætluðu sér að flytja úr bæjarfélaginu þar sem þeir fengu ekki pláss fyrir börn sín í leikskólum. Umsóknum vegna barna sem fluttu til bæjarins fjölgaði mjög á skömmum tíma sem olli því að skortur varð á plássum. Leikskólastjórnendur hafa rætt við bæjaryfirvöld um að þétt sé setið í leikskólum bæjarins þar sem reynt var að koma sem flestum börnum að síðasta haust. Flugfélagið Super Break hóf millilandaflug til Akureyrar síðasta vetur með ágætum árangri og áætla forsvarsmenn fyrirtækisins að halda því áfram næsta vetur. Oddvitar framboðanna til sveitarstjórnarkosninga eru sammála um að það sé einnig eitt stóru málanna á næsta kjörtímabili að tryggja að Akureyrarflugvöllur sé í stakk búinn til að taka við millilandaflugi og þrýsta á hið opinbera að bæta aðstöðuna á vellinum. Aukin ferðaþjónusta á Akureyri kæmi sér vel fyrir bæjarsjóð og væri einnig þjóðhagslega hagkvæm. Dagvistunarmál og málefni eldri borgara eru þau mál sem brenna á oddvitum flokkanna á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á næsta kjörtímabili er mikilvægt að sækja fram á ýmsum sviðum en bæjarsjóður stendur ágætlega eftir uppgang í íslensku efnahagslífi síðustu árin. Þrír flokkar mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, Samfylkingin, L-listi og Framsóknarflokkurinn, og hefur nokkuð mætt á þeim meirihluta. Umræður urðu um vanáætlaðar framkvæmdir, svo sem við endurbætur á sundlaugarsvæði Sundlaugar Akureyrar og uppbyggingu við Listasafnið á Akureyri, sem kostuðu að endingu meira en áætlað var í upphafi. Einnig var leikskólaplássum fækkað á kjörtímabilinu á tíma þegar vantaði leikskólapláss sem olli töluverðum titringi meðal fjölskyldufólks í bænum. Allir oddvitar til bæjarstjórnar leggja áherslu á leikskólamál og að dagvistunarúrræði barna verði tryggð á Akureyri á næsta kjörtímabili með það að markmiði að brúa bil milli fæðingarorlofs foreldra og dagvistunar á Akureyri. Fréttir birtust um að foreldrar ætluðu sér að flytja úr bæjarfélaginu þar sem þeir fengu ekki pláss fyrir börn sín í leikskólum. Umsóknum vegna barna sem fluttu til bæjarins fjölgaði mjög á skömmum tíma sem olli því að skortur varð á plássum. Leikskólastjórnendur hafa rætt við bæjaryfirvöld um að þétt sé setið í leikskólum bæjarins þar sem reynt var að koma sem flestum börnum að síðasta haust. Flugfélagið Super Break hóf millilandaflug til Akureyrar síðasta vetur með ágætum árangri og áætla forsvarsmenn fyrirtækisins að halda því áfram næsta vetur. Oddvitar framboðanna til sveitarstjórnarkosninga eru sammála um að það sé einnig eitt stóru málanna á næsta kjörtímabili að tryggja að Akureyrarflugvöllur sé í stakk búinn til að taka við millilandaflugi og þrýsta á hið opinbera að bæta aðstöðuna á vellinum. Aukin ferðaþjónusta á Akureyri kæmi sér vel fyrir bæjarsjóð og væri einnig þjóðhagslega hagkvæm.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira