Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðar nýja nálgun og aðferðir í komandi baráttu. Vísir/Sigtryggur „Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17