Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 14:56 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí í fyrra en henni var frestað til október. Hún var svo stöðvuð skömmu eftir að hún hófst. Vísir/Vilhelm Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær. Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37