Kúabændur segja greiðslur til Eyþórs út úr kú Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2018 11:56 Gramir bændur telja fráleitt að MS og KS styrki framboð Eyþórs Arnalds. en framboðsstyrkir MS til Eyþórs Arnalds voru ekki samþykktir á stjórnarfundi og verður málið tekið upp á næsta fundi. Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“ Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“
Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21