Sök bítur seka... Þórarinn Þórarinsson skrifar 10. maí 2018 15:45 Samleikur Baltasars Breka og Gísla Arnar í Vargi er magnaður og báðir skila þeir marglaga og eftirminnilegum persónum bræðranna Eriks og Atla með stakri prýði. Fyrir áratug eða svo skrifaði ég bók um nafntoguðustu vændiskonu landsins. Hún sat þá í Kvennafangelsinu í Kópavogi og afplánaði þungan dóm fyrir hórmang, ofbeldisbrot, brot gegn valdstjórninni og síðast en alls ekki síst fyrir tilraun til stórfellds innflutnings á kókaíni frá Hollandi til Íslands. Við vinnslu bókarinnar talaði ég við fullt af fólki, meðal annars fólk sem lifir og starfar í undirheimunum svokölluðu. Á meðan ég horfði á Varg rifjaðist upp fyrir mér þegar einn, sem kalla má „fagmann“, sagði við mig um fíkniefnabrölt Catalinu: „Amatörar eiga ekki að reyna að flytja inn dóp.“ Og þetta er nú eiginlega rauði þráðurinn í Vargi; amatörar reyna að flytja fíkniefni til landsins og eins og viðvaninga er háttur gera þeir röð mistaka og allt fer til helvítis.Örþrifaráð ólíkra bræðra Bræðurnir Erik og Atli hafa fetað ólíkar brautir í lífinu. Erik er lögfræðingur í góðri stöðu en Atli er nýkominn af Hrauninu eftir að hafa afplánað dóm fyrir fíkniefnabrot. Báðir eru þó í stórkostlegum fjárkröggum og ákveða að redda sér með því að flytja vænan slatta af dópi til landsins. Ung kona, tilneydd, er notuð sem burðardýr til þess arna og látin flytja efnin milli landa innvortis. Ólíkar aðstæður bræðranna eru ágætt dæmi um hversu „undirheimar“ er villandi orð yfir þann skuggalega veruleika sem „venjulegt“ fólk vill sem minnst af vita. Undirheimarnir eru nefnilega alls staðar, í öllum lögum samfélagsins og það er ekki síst þetta „venjulega“ fólk sem skapar eftirspurnina sem „vondu kallarnir“ svara. Það kaupir vændið og notar dópið.Vargur í véum Vargur er virkilega vandaður og vel gerður krimmi sem rýkur lóðbeint upp að Svartur á leik og Borgvirki sem ein allra besta glæpamynd sem gerður hefur verið á Íslandi. Hér smellur allt saman í sterka, áhrifaríka og áleitna heild. Sagan er góð, kvikmyndataka og klipping upp á 10 og tónlistin smellpassar við efnið. Persónurnar eru sannfærandi og tútna út í meðförum leikaranna sem fara með himinskautum þegar best lætur. Bræðurnir og mátulega sjúkt samband þeirra er þungamiðjan og þeir Gísli Örn og Baltasar Breki glansa í hlutverkum Eriks og Atla. Gísli Örn getur auðvitað nánast allt og fer rólega af stað, sjálfum sér líkur en þegar innri menn bræðranna brjótast fram eftir að allt er komið í steik tekur hann flugið og gerir Erik að skuggalega eftirminnilegri persónu. Takturinn á Baltasar Breka er svipaður. Með lágstemmdum leik tekst honum að sýna alveg stælalaust bæði angist og einhvern óræðan og ógnvekjandi kraft sem springur út þegar kemur að óumflýjanlegu uppgjöri. Enn einn leiksigurinn á stuttum ferli þessa unga leikara. Pönkskáldið Didda hefur fyrir löngu sýnt og sannað leikhæfileika sína í myndum Sólveigar heitinnar Anspach og dregur hér upp nístandi hryggðarmynd af sprautufíklinum móður bræðranna. Persóna sem gleymist ekki í bráð. Ekki verður síðan hjá því komist að minnast á Ingvar E. Sigurðsson sem lætur lítið fyrir sér fara í aukahlutverki yfirmanns hjá lögreglunni. Hann leggur síðan tjaldið undir sig í lokin þegar hann sýnir mátt sinn og megin. Fáránlega svalur gaur!Þéttur sálfræðitryllir Vargur kemur skemmtilega og ánægjulega á óvart og er í raun miklu frekar þéttur og hrár sálfræðitryllir og grípandi karakterstúdía frekar en dæmigerð glæpamynd. Í raun er fátt út á þessa mynd að setja en þess mikilvægara að hvetja fólk til þess að láta hana alls ekki fram hjá sér fara. Mig grunar nefnilega að markaðsdeildin hafi skitið aðeins á sig vegna þess að stiklan úr myndinni gefur engan veginn rétta hugmynd um hvers eðlis Vargur er. Þar er freistast til þess að teikna upp hart keyrðan og helst til dæmigerðan ofbeldiskrimma þegar myndin er allt annað og svo miklu meira. Góð glæpamynd er hún vissulega en engan veginn dæmigerð og hefur miklu víðari skírskotun en staðlaðir krimmar.Niðurstaða: Vargur kemur skemmtilega og ánægjulega á óvart og er í raun miklu frekar þéttur og hrár sálfræðitryllir en dæmigerð glæpamynd. Hér smellur allt saman í mynd sem glæpur væri að missa af. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Fyrir áratug eða svo skrifaði ég bók um nafntoguðustu vændiskonu landsins. Hún sat þá í Kvennafangelsinu í Kópavogi og afplánaði þungan dóm fyrir hórmang, ofbeldisbrot, brot gegn valdstjórninni og síðast en alls ekki síst fyrir tilraun til stórfellds innflutnings á kókaíni frá Hollandi til Íslands. Við vinnslu bókarinnar talaði ég við fullt af fólki, meðal annars fólk sem lifir og starfar í undirheimunum svokölluðu. Á meðan ég horfði á Varg rifjaðist upp fyrir mér þegar einn, sem kalla má „fagmann“, sagði við mig um fíkniefnabrölt Catalinu: „Amatörar eiga ekki að reyna að flytja inn dóp.“ Og þetta er nú eiginlega rauði þráðurinn í Vargi; amatörar reyna að flytja fíkniefni til landsins og eins og viðvaninga er háttur gera þeir röð mistaka og allt fer til helvítis.Örþrifaráð ólíkra bræðra Bræðurnir Erik og Atli hafa fetað ólíkar brautir í lífinu. Erik er lögfræðingur í góðri stöðu en Atli er nýkominn af Hrauninu eftir að hafa afplánað dóm fyrir fíkniefnabrot. Báðir eru þó í stórkostlegum fjárkröggum og ákveða að redda sér með því að flytja vænan slatta af dópi til landsins. Ung kona, tilneydd, er notuð sem burðardýr til þess arna og látin flytja efnin milli landa innvortis. Ólíkar aðstæður bræðranna eru ágætt dæmi um hversu „undirheimar“ er villandi orð yfir þann skuggalega veruleika sem „venjulegt“ fólk vill sem minnst af vita. Undirheimarnir eru nefnilega alls staðar, í öllum lögum samfélagsins og það er ekki síst þetta „venjulega“ fólk sem skapar eftirspurnina sem „vondu kallarnir“ svara. Það kaupir vændið og notar dópið.Vargur í véum Vargur er virkilega vandaður og vel gerður krimmi sem rýkur lóðbeint upp að Svartur á leik og Borgvirki sem ein allra besta glæpamynd sem gerður hefur verið á Íslandi. Hér smellur allt saman í sterka, áhrifaríka og áleitna heild. Sagan er góð, kvikmyndataka og klipping upp á 10 og tónlistin smellpassar við efnið. Persónurnar eru sannfærandi og tútna út í meðförum leikaranna sem fara með himinskautum þegar best lætur. Bræðurnir og mátulega sjúkt samband þeirra er þungamiðjan og þeir Gísli Örn og Baltasar Breki glansa í hlutverkum Eriks og Atla. Gísli Örn getur auðvitað nánast allt og fer rólega af stað, sjálfum sér líkur en þegar innri menn bræðranna brjótast fram eftir að allt er komið í steik tekur hann flugið og gerir Erik að skuggalega eftirminnilegri persónu. Takturinn á Baltasar Breka er svipaður. Með lágstemmdum leik tekst honum að sýna alveg stælalaust bæði angist og einhvern óræðan og ógnvekjandi kraft sem springur út þegar kemur að óumflýjanlegu uppgjöri. Enn einn leiksigurinn á stuttum ferli þessa unga leikara. Pönkskáldið Didda hefur fyrir löngu sýnt og sannað leikhæfileika sína í myndum Sólveigar heitinnar Anspach og dregur hér upp nístandi hryggðarmynd af sprautufíklinum móður bræðranna. Persóna sem gleymist ekki í bráð. Ekki verður síðan hjá því komist að minnast á Ingvar E. Sigurðsson sem lætur lítið fyrir sér fara í aukahlutverki yfirmanns hjá lögreglunni. Hann leggur síðan tjaldið undir sig í lokin þegar hann sýnir mátt sinn og megin. Fáránlega svalur gaur!Þéttur sálfræðitryllir Vargur kemur skemmtilega og ánægjulega á óvart og er í raun miklu frekar þéttur og hrár sálfræðitryllir og grípandi karakterstúdía frekar en dæmigerð glæpamynd. Í raun er fátt út á þessa mynd að setja en þess mikilvægara að hvetja fólk til þess að láta hana alls ekki fram hjá sér fara. Mig grunar nefnilega að markaðsdeildin hafi skitið aðeins á sig vegna þess að stiklan úr myndinni gefur engan veginn rétta hugmynd um hvers eðlis Vargur er. Þar er freistast til þess að teikna upp hart keyrðan og helst til dæmigerðan ofbeldiskrimma þegar myndin er allt annað og svo miklu meira. Góð glæpamynd er hún vissulega en engan veginn dæmigerð og hefur miklu víðari skírskotun en staðlaðir krimmar.Niðurstaða: Vargur kemur skemmtilega og ánægjulega á óvart og er í raun miklu frekar þéttur og hrár sálfræðitryllir en dæmigerð glæpamynd. Hér smellur allt saman í mynd sem glæpur væri að missa af.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira