Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga. Vísir/Vilhelm Viðræður oddvita flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn munu halda áfram í dag en óformlegar þreifingar áttu sér stað í gær. Fráfarandi meirihluti telur eðlilegast að sækja sér liðsstyrk til Viðreisnar og halda áfram meirihlutasamstarfi í borginni. Að mati aðila innan fráfarandi meirihluta er lítið sem ber í milli hjá núverandi meirihluta og borgarstjórnarflokki Viðreisnar í flestum stóru kosningamálunum sem bar á góma í kosningabaráttunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er í afar ákjósanlegri stöðu til að mynda nýjan meirihluta og hefur í raun flest spil á hendi sér eins og staðan er núna. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir þessar kosningar, hlaut yfir þrjátíu prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa kjörna. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að komast í meirihluta í borgarstjórn þarf hann á liðsinni Viðreisnar að halda og gæti því þurft að gefa mikið eftir í viðræðum við Viðreisn. Það sem kemur þó helst í veg fyrir þann meirihluta, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins, er sú staða að hugmyndir Viðreisnar og Miðflokksins eru algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að framtíðarþróun borgarinnar í skipulags- og samgöngumálum.Borgarfulltrúar í Reykjavík.Vísir/GvendurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir málin skýrast á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun fráfarandi meirihluti setjast niður með Viðreisn nú í byrjun vikunnar og skoða fleti á mögulegu samstarfi. Dagur segir Samfylkinguna enn gera ráð fyrir að halda borgarstjórastólnum í slíku samstarfsmynstri. „Ég hef gengið út frá því en það eru engar viðræður hafnar,“ segir Dagur við Fréttablaðið. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir stöðu Viðreisnar vera afar góða. „Samfylkingin er að tapa fylgi í kosningunum og kemur kannski ögn særð út úr þessum kosningum. Því yrði það erfitt fyrir Samfylkinguna að setja einhverja afarkosti um að flokkurinn haldi stóli borgarstjóra,“ segir Grétar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig spilast úr þessu á næstu dögum en málefnalega sýnist manni svona í grófum dráttum að Viðreisn ætti auðveldara með að samsama sig þeim meirihluta sem var við völd á síðasta kjörtímabili.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, má þakka fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 að hún hafi náð kjöri inn í borgarstjórn. Líf er sextándi borgarfulltrúinn í Reykjavík og hefði ekki náð inn í borgarstjórn væru borgarfulltrúar en 15 talsins. VG hlaut ekki góða kosningu í sveitarstjórnarkosningum laugardagsins og missti til að mynda fulltrúa sína í Hafnarfirði og í Kópavogi. Einnig má nefna að flokkurinn náði ekki að manna framboð í kosningunum á Akranesi. Grétar telur aftur á móti að þessar kosningar muni ekki hafa mikil áhrif á flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Viðræður oddvita flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn munu halda áfram í dag en óformlegar þreifingar áttu sér stað í gær. Fráfarandi meirihluti telur eðlilegast að sækja sér liðsstyrk til Viðreisnar og halda áfram meirihlutasamstarfi í borginni. Að mati aðila innan fráfarandi meirihluta er lítið sem ber í milli hjá núverandi meirihluta og borgarstjórnarflokki Viðreisnar í flestum stóru kosningamálunum sem bar á góma í kosningabaráttunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er í afar ákjósanlegri stöðu til að mynda nýjan meirihluta og hefur í raun flest spil á hendi sér eins og staðan er núna. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir þessar kosningar, hlaut yfir þrjátíu prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa kjörna. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að komast í meirihluta í borgarstjórn þarf hann á liðsinni Viðreisnar að halda og gæti því þurft að gefa mikið eftir í viðræðum við Viðreisn. Það sem kemur þó helst í veg fyrir þann meirihluta, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins, er sú staða að hugmyndir Viðreisnar og Miðflokksins eru algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að framtíðarþróun borgarinnar í skipulags- og samgöngumálum.Borgarfulltrúar í Reykjavík.Vísir/GvendurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir málin skýrast á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun fráfarandi meirihluti setjast niður með Viðreisn nú í byrjun vikunnar og skoða fleti á mögulegu samstarfi. Dagur segir Samfylkinguna enn gera ráð fyrir að halda borgarstjórastólnum í slíku samstarfsmynstri. „Ég hef gengið út frá því en það eru engar viðræður hafnar,“ segir Dagur við Fréttablaðið. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir stöðu Viðreisnar vera afar góða. „Samfylkingin er að tapa fylgi í kosningunum og kemur kannski ögn særð út úr þessum kosningum. Því yrði það erfitt fyrir Samfylkinguna að setja einhverja afarkosti um að flokkurinn haldi stóli borgarstjóra,“ segir Grétar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig spilast úr þessu á næstu dögum en málefnalega sýnist manni svona í grófum dráttum að Viðreisn ætti auðveldara með að samsama sig þeim meirihluta sem var við völd á síðasta kjörtímabili.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, má þakka fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 að hún hafi náð kjöri inn í borgarstjórn. Líf er sextándi borgarfulltrúinn í Reykjavík og hefði ekki náð inn í borgarstjórn væru borgarfulltrúar en 15 talsins. VG hlaut ekki góða kosningu í sveitarstjórnarkosningum laugardagsins og missti til að mynda fulltrúa sína í Hafnarfirði og í Kópavogi. Einnig má nefna að flokkurinn náði ekki að manna framboð í kosningunum á Akranesi. Grétar telur aftur á móti að þessar kosningar muni ekki hafa mikil áhrif á flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22