Aðstoðardepill á rúðu túlkaður sem kosningaáróður Samfylkingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2018 15:44 Rauður hringur er hér dreginn um samskonar depil á glerhurð í ráðhúsi Reykjavíkur. Depillinn sem límt var fyrir í dag var þó í Kórnum í Kópavogi. Vísir/Valli Límt hefur verið yfir rauðan depil á hurð að Kórnum í Kópavogi, sem er kjörstaður þar í bæ, eftir að kvörtun barst vegna depilsins í dag. Kvörtunin barst undir því yfirskyni að um væri að ræða kosningaáróður frá Samfylkingunni en depillinn er þó á hurðinni til að varna því að vegfarendur gangi á hana. Mbl greindi fyrst frá málinu en Snorri Tómasson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum í dag að depillinn uppi í Kór sé hugsaður sem sérstakt merki, einkum fyrir sjónskerta, svo ekki sé gengið á hurðina, sem er að mestu úr gleri. Umræddur depill tengist því Samfylkingunni ekki neitt en merki flokksins er samskonar rauður depill. „Þetta var undir því yfirskyni að þetta væri áróður á kjörstað,“ sagði Snorri um kvörtunina. Því hafi verið límt yfir depilinn en áróður er ekki leyfður á kjörstað. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að rauðir deplar á glerhurðum í ráðhúsi Reykjavíkur yrðu fjarlægðir eða huldir vegna líkinda með merki Samfylkingarinnar. Marinó Örn Ólafsson, sem var í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, vakti athygli á aðgerðum kjörstjórnar í dag og sagði þær skeytingarleysi í garð sjónskertra.Kjörstjórnir að fjarlægja universal aðgengisatriði fyrir sjónskerta af kjörstöðum því það gæti virst vera Samfylkingarlógó. Það finnst mér furðulegt skeytingarleysi.https://t.co/IryLVY1D4x— Marinó Örn (@marinoorn) May 26, 2018 Kosningar 2018 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Límt hefur verið yfir rauðan depil á hurð að Kórnum í Kópavogi, sem er kjörstaður þar í bæ, eftir að kvörtun barst vegna depilsins í dag. Kvörtunin barst undir því yfirskyni að um væri að ræða kosningaáróður frá Samfylkingunni en depillinn er þó á hurðinni til að varna því að vegfarendur gangi á hana. Mbl greindi fyrst frá málinu en Snorri Tómasson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum í dag að depillinn uppi í Kór sé hugsaður sem sérstakt merki, einkum fyrir sjónskerta, svo ekki sé gengið á hurðina, sem er að mestu úr gleri. Umræddur depill tengist því Samfylkingunni ekki neitt en merki flokksins er samskonar rauður depill. „Þetta var undir því yfirskyni að þetta væri áróður á kjörstað,“ sagði Snorri um kvörtunina. Því hafi verið límt yfir depilinn en áróður er ekki leyfður á kjörstað. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að rauðir deplar á glerhurðum í ráðhúsi Reykjavíkur yrðu fjarlægðir eða huldir vegna líkinda með merki Samfylkingarinnar. Marinó Örn Ólafsson, sem var í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, vakti athygli á aðgerðum kjörstjórnar í dag og sagði þær skeytingarleysi í garð sjónskertra.Kjörstjórnir að fjarlægja universal aðgengisatriði fyrir sjónskerta af kjörstöðum því það gæti virst vera Samfylkingarlógó. Það finnst mér furðulegt skeytingarleysi.https://t.co/IryLVY1D4x— Marinó Örn (@marinoorn) May 26, 2018
Kosningar 2018 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira