Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Sighvatur skrifar 26. maí 2018 08:30 Reglugerðinni er ætlað að styrkja réttindi einstaklinga í stafrænum heimi. Vísir/ernir Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34