Leggja línurnar fyrir Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2018 05:37 Frá fundi Moon Jae-In og Donald Trumo í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Vísir/Afp Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00