Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 14:30 Mike Pompeo útlistaði áform Bandaríkjastórnar gegn Íran í ræðu sinni í dag Vísir/EPA Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda. Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda.
Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42