Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir í samtali við Vísi að drög hafi þegar verið lögð að málefnasamningi flokkanna en eftir sé að ganga formlega frá honum. Eftir að hann verður borinn undir stofnanir flokkanna verði hann kynntur í næstu viku.
Stefna flokkanna hafi verið sú að ráða faglegan bæjarstjóra og það hafi orðið að samkomulagi þeirra.