„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 13:59 Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. Vísir/eyþór Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00