Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 11:11 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl í fyrra. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04
Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42