Tveir aðstoðarbankastjórar og ábyrgð Seðlabankans aukist Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2018 07:00 Doktor Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, var formaður starfshópsins og kynnti skýrsluna í Þjóðminjasafninu í gær. Með honum í starfshópnum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vísir/Stefán „Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þessar tillögur og teljum að þær séu raunhæfar,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður starfshóps um endurmat á peningastefnu Íslands. Hópurinn kynnti tillögur sínar í gær. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukinn og hann taki við hluta af verkefnum Fjármálaeftirlitsins. Þá verði stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands breytt þannig að með seðlabankastjóra starfi tveir aðstoðarseðlabankastjórar. Á blaðamannafundi, þar sem starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar, boðaði Katrín Jakobsdóttir frumvarp um breytinginar á lögum um Seðlabankann. Hún væntir þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á næsta þingi. Starfshópurinn leggur fram ellefu tillögur og Fréttablaðið gerir hér eftir grein fyrir fimm þeirra. Sú fyrsta er að Seðlabanki Íslands verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með greiningu, ákvörðun og beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja. „Ábyrgðin færist því frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans og verður verkaskipting skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjármálastöðugleika mun við breytinguna aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði,“ segir í tillögum hópsins.Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Vísir/GVAÖnnur tillaga felur í sér að skipaðir verða tveir aðstoðarseðlabankastjórar, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastjórn. Báðir mnu eiga sæti í bankastjórn með núverandi seðlabankastjóra. Bankastjórnin myndar síðan fjölskipað stjórnvald er tekur ákvarðanir utan hinnar hefðbundu hagstjórnar. Þriðja tillagan felur í sér að fjármálastöðugleikanefnd verði sett á laggirnar í stað fjármálastöðugleikaráðs og seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gegni þar báðir formennsku. Nefndin taki ákvörðun um beitingu allrar þjóðhagsvarúðar. Fjórða tillagan felur svo í sér að samstarfssamningi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að viðhald fjármálastöðugleika hafi forgang yfir viðhald verðstöðugleika ef þær aðstæður skapast að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda. „Í því tilviki skal peningastefnunefnd leyfa verðbólgu umfram markmið til að gefa fjármálastöðugleikanefnd svigrúm til þess að beita þjóðhagsvarúð.“ Fimmta tillagan miðar að því að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri verðlagsvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans miðar við. Forsætisráðherra minnti á að kveðið væri á um þetta í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. Við vinnu starfshópsins var gengið út frá þeirri forsendu að krónan yrði áfram gjaldmiðill Íslendinga í nánústu framtíð og fjármagnshreyfingar til og frá landinu yrðu eins frjálsar og kostur er. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þessar tillögur og teljum að þær séu raunhæfar,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður starfshóps um endurmat á peningastefnu Íslands. Hópurinn kynnti tillögur sínar í gær. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukinn og hann taki við hluta af verkefnum Fjármálaeftirlitsins. Þá verði stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands breytt þannig að með seðlabankastjóra starfi tveir aðstoðarseðlabankastjórar. Á blaðamannafundi, þar sem starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar, boðaði Katrín Jakobsdóttir frumvarp um breytinginar á lögum um Seðlabankann. Hún væntir þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á næsta þingi. Starfshópurinn leggur fram ellefu tillögur og Fréttablaðið gerir hér eftir grein fyrir fimm þeirra. Sú fyrsta er að Seðlabanki Íslands verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með greiningu, ákvörðun og beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja. „Ábyrgðin færist því frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans og verður verkaskipting skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjármálastöðugleika mun við breytinguna aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði,“ segir í tillögum hópsins.Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Vísir/GVAÖnnur tillaga felur í sér að skipaðir verða tveir aðstoðarseðlabankastjórar, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastjórn. Báðir mnu eiga sæti í bankastjórn með núverandi seðlabankastjóra. Bankastjórnin myndar síðan fjölskipað stjórnvald er tekur ákvarðanir utan hinnar hefðbundu hagstjórnar. Þriðja tillagan felur í sér að fjármálastöðugleikanefnd verði sett á laggirnar í stað fjármálastöðugleikaráðs og seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gegni þar báðir formennsku. Nefndin taki ákvörðun um beitingu allrar þjóðhagsvarúðar. Fjórða tillagan felur svo í sér að samstarfssamningi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að viðhald fjármálastöðugleika hafi forgang yfir viðhald verðstöðugleika ef þær aðstæður skapast að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda. „Í því tilviki skal peningastefnunefnd leyfa verðbólgu umfram markmið til að gefa fjármálastöðugleikanefnd svigrúm til þess að beita þjóðhagsvarúð.“ Fimmta tillagan miðar að því að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri verðlagsvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans miðar við. Forsætisráðherra minnti á að kveðið væri á um þetta í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. Við vinnu starfshópsins var gengið út frá þeirri forsendu að krónan yrði áfram gjaldmiðill Íslendinga í nánústu framtíð og fjármagnshreyfingar til og frá landinu yrðu eins frjálsar og kostur er.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45