Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Krafturinn í gosinu hefur komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC. Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43