Óttast um líf sitt og limi við vegalagningu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2018 08:00 Frá vegavinnu við Sæbraut í gær. Skammt er síðan ökumaður ók á skilti sambærilegt sem hér sést þar sem hann var ekki með hugann við aksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44