Slá í gegn með handunnu súkkulaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:55 Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“ Matur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“
Matur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira