Heimsbyggðin hvött til þess að halda með Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 14:00 Karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Gana í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00