Varar við kynlífi með útlendingum á HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:27 Þúsundir stuðningsmanna af öllum kynjum og kynþáttum flykkjast nú til Rússlands. Vísir/AP Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira