Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 12:11 Nær algert myrkur liggur nú yfir dalnum þar sem Opportunity er. Myndir NASA líkja eftir sjónarhorni jeppans eftir því sem skyggnið hefur versnað af völdum stormsins síðustu daga. NASA/JPL-Caltech/TAMU Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA ná ekki sambandi við könnunarjeppann Opportunity sem reynir nú að standa af sér gríðarlegan sandstorm sem gengur yfir reikistjörnuna Mars. Þeir telja að jeppinn hafi lagst í dvala því sandurinn skyggir á sólarrafhlöður hans. Stomurinn sást fyrst á mælitækjum NASA í lok maí og var vísindastörfum Opportunity frestað af völdum hans í síðustu viku. Honumhefur aðeins vaxið ásmegin síðan. Sandbylurinn þekur nú 35 milljón ferkílómetra svæði eða fjórðung alls yfirborðs Mars, að því er segir á vefsíðu NASA. Til samanburðar er Asía um 44 milljón ferkílómetrar að flatarmáli. Gríðarlega mikið ryk er í loftinu yfir Þrautseigjudalnum þar sem Opportunity er staddur og þar ríkir nú nær algert myrkur. Verkfræðingarnar telja að jeppinn fái ekki nægilega mikið sólarljós til ræsa sig aftur í gang næstu dagana. Opportunity hefur ekið um Mars í fimmtán ár þrátt fyrir að könnunarjeppinn hafi upphaflega aðeins verið hannaður fyrir þriggja mánaða leiðangur. Á þeim tíma hefur hann staðið af sér sandstorma sem eiga sér reglulega stað á rauðu reikistjörnunni. Sandskýið sem liggur yfir staðsetningu geimfarsins nú er hins vegar sagt mun þykkara en í enn stærri stormi sem það fór í gegnum árið 2007. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA ná ekki sambandi við könnunarjeppann Opportunity sem reynir nú að standa af sér gríðarlegan sandstorm sem gengur yfir reikistjörnuna Mars. Þeir telja að jeppinn hafi lagst í dvala því sandurinn skyggir á sólarrafhlöður hans. Stomurinn sást fyrst á mælitækjum NASA í lok maí og var vísindastörfum Opportunity frestað af völdum hans í síðustu viku. Honumhefur aðeins vaxið ásmegin síðan. Sandbylurinn þekur nú 35 milljón ferkílómetra svæði eða fjórðung alls yfirborðs Mars, að því er segir á vefsíðu NASA. Til samanburðar er Asía um 44 milljón ferkílómetrar að flatarmáli. Gríðarlega mikið ryk er í loftinu yfir Þrautseigjudalnum þar sem Opportunity er staddur og þar ríkir nú nær algert myrkur. Verkfræðingarnar telja að jeppinn fái ekki nægilega mikið sólarljós til ræsa sig aftur í gang næstu dagana. Opportunity hefur ekið um Mars í fimmtán ár þrátt fyrir að könnunarjeppinn hafi upphaflega aðeins verið hannaður fyrir þriggja mánaða leiðangur. Á þeim tíma hefur hann staðið af sér sandstorma sem eiga sér reglulega stað á rauðu reikistjörnunni. Sandskýið sem liggur yfir staðsetningu geimfarsins nú er hins vegar sagt mun þykkara en í enn stærri stormi sem það fór í gegnum árið 2007.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50