„Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Freyr var sáttur í leikslok. vísir/andri marinó Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti