Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 21:30 Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14