Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts, sem lokaði í fyrra. Vísir/Stefán Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00