Jefferson Farfan verður ekki með Perú á morgun þegar liðið mætir Ástralíu í lokaumferð C-riðils.
Farfan lenti í samstuði við markvörð Perú á æfingu og steinlág í kjölfarið. Hann hlaut harkalegt höfuðhögg og hefur nú verið tekin ákvörðun um að hann spili ekki gegn Ástralíu.
Perú á ekki möguleika á að komast áfram eftir naum töp gegn Frökkum og Danmörku.
Ástralir eiga enn möguleika á að komast áfram en til þess þurfa þeir að vinna og treysta á að Frakkar, sem hafa þegar tryggt sig áfram, leggi Danmörku að velli.
