Þáðu tilboð aldarinnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Vísir/vilhelm „Þetta tilboð er náttúrlega tilboð aldarinnar,“ segir tæknistjóra Landhelgisgæslunnar í pósti til yfirmanna sinna vegna tilboðs um að skipta út tveimur þyrlum fyrir aðrar nýrri á sama leiguverði. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu þáði Landhelgisgæslan boð leigusalans Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH) í Noregi um að fá tvær Super Puma H225 þyrlur í staðinn fyrir eldri þyrlur. H225 eru umdeildar eftir tvö mannskæð slys, annars vegar í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Ljóst er af samskiptum fulltrúa Landhelgisgæslunnar og starfsmanna KAUH að leigufyrirtækið og Airbus, framleiðandi vélanna, þrýstu á að koma þyrlunum sem voru verkefnalausar í Noregi til Íslands. Höskuldur Ólafsson tæknistjóri fékk símtal frá Øyvind Ødegard hjá KAUH 26. apríl um tvær H225 þyrlur af árgerð 2010 sem Landhelgisgæslunni stæði til boða að fá í skiptum fyrir þyrlurnar TF-SYN og TF-GNÁ á sama verði og gilti um eldri vélarnar.Sjá einnig: Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi „Nú fékk ég símtal frá Øyvind í morgun þar sem hann bætti um betur og tilkynnti mér að Airbus séu tilbúnir að láta okkur fá alla þjálfun bæði á flugmenn og flugvirkja frítt,“ rekur Höskuldur í tölvupósti 27. apríl til Georgs Lárussonar forstjóra og fleiri hjá Landhelgisgæslunni. Pósturinn er meðal gagna sem Landhelgisgæslan sendi Fréttablaðinu. Fimm dögum síðar sendi Georg dómsmálaráðuneytinu minnisblað. Þar víkur hann að umræðunni um öryggi H225 í kjölfar slyssins í Noregi 2016. Segir hann Airbus hafa brugðist við galla í gírkassa með endurbótum og að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og ESB hafi aflétt flugbann. Það hafi einnig Bretar og Norðmenn síðan gert í júlí fyrra.Starfsfólk olíuborpalla á Norðursjó vantreystir enn Super Puma H225 þyrlunni eftir mannskæð slys.Vísir/AFP„Þrátt fyrir miklar endurbætur á þessari þyrlutegund eftir slysið og þá staðreynd að öllum lofthæfitakmörkunum hefur verið aflétt, hefur olíuiðnaðurinn í Noregi og Bretlandi ekki viljað taka vélar þessarar tegundar aftur í notkun,“ segir forstjórinn. Af þessum sökum hafi þessar þyrlur átt erfitt uppdráttar í Bretlandi og Noregi. „Á bak við þetta standa fyrst og fremst verkalýðsfélög olíuverkamanna en ekki fagaðilar í flugheiminum. Vélarnar eru áfram notaðar af ýmsum aðilum til leitar og björgunar og í hernaði,“ segir í minnisblaðinu. Landhelgisgæslan telji verulegan ávinning felast í því að taka tilboði KAUH og óski eftir afstöðu dómsmálaráðuneytisins - sem gaf grænt ljós á viðskiptin. Rannsókn flugslysanefndar í Noregi á slysinu 2016 er ekki lokið en búist er við niðurstöðum í júlí. Þótt það komi ekki fram í minnisblaði forstjórans eru fleiri en Norðmenn og Bretar og verkalýðsfélög sem enn vantreysta H225. Fréttablaðið sagði þannig frá því í síðustu viku að þyrlufyrirtækið ERA Group í Bandaríkjunum, sem þjónustar olíuborpalla, hefur ekki notað sínar níu H225 þyrlur frá því að slysið varð og fært verðmæti þeirra niður um 80 prósent í bókum sínum. ERA stefndi Airbus vegna galla í H225 og krafðist bóta. Wells Fargo bankinn, sem á þyrlufyrirtæki, og félagið ECN Capital höfðuðu sams konar mál gegn Airbus sem hafnaði öllum kröfum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Samkvæmt fjármálaáætlun verða þrjár björgunarþyrlur keyptar. Kosta 14 milljarða. Þyrla Gæslunnar er komin á aldur, enda 30 ára. Leiguþyrlur kosta meira árlega en þyrlukaup samkvæmt kostnaðarmati. 3. apríl 2017 07:00 Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Þetta tilboð er náttúrlega tilboð aldarinnar,“ segir tæknistjóra Landhelgisgæslunnar í pósti til yfirmanna sinna vegna tilboðs um að skipta út tveimur þyrlum fyrir aðrar nýrri á sama leiguverði. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu þáði Landhelgisgæslan boð leigusalans Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH) í Noregi um að fá tvær Super Puma H225 þyrlur í staðinn fyrir eldri þyrlur. H225 eru umdeildar eftir tvö mannskæð slys, annars vegar í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Ljóst er af samskiptum fulltrúa Landhelgisgæslunnar og starfsmanna KAUH að leigufyrirtækið og Airbus, framleiðandi vélanna, þrýstu á að koma þyrlunum sem voru verkefnalausar í Noregi til Íslands. Höskuldur Ólafsson tæknistjóri fékk símtal frá Øyvind Ødegard hjá KAUH 26. apríl um tvær H225 þyrlur af árgerð 2010 sem Landhelgisgæslunni stæði til boða að fá í skiptum fyrir þyrlurnar TF-SYN og TF-GNÁ á sama verði og gilti um eldri vélarnar.Sjá einnig: Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi „Nú fékk ég símtal frá Øyvind í morgun þar sem hann bætti um betur og tilkynnti mér að Airbus séu tilbúnir að láta okkur fá alla þjálfun bæði á flugmenn og flugvirkja frítt,“ rekur Höskuldur í tölvupósti 27. apríl til Georgs Lárussonar forstjóra og fleiri hjá Landhelgisgæslunni. Pósturinn er meðal gagna sem Landhelgisgæslan sendi Fréttablaðinu. Fimm dögum síðar sendi Georg dómsmálaráðuneytinu minnisblað. Þar víkur hann að umræðunni um öryggi H225 í kjölfar slyssins í Noregi 2016. Segir hann Airbus hafa brugðist við galla í gírkassa með endurbótum og að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og ESB hafi aflétt flugbann. Það hafi einnig Bretar og Norðmenn síðan gert í júlí fyrra.Starfsfólk olíuborpalla á Norðursjó vantreystir enn Super Puma H225 þyrlunni eftir mannskæð slys.Vísir/AFP„Þrátt fyrir miklar endurbætur á þessari þyrlutegund eftir slysið og þá staðreynd að öllum lofthæfitakmörkunum hefur verið aflétt, hefur olíuiðnaðurinn í Noregi og Bretlandi ekki viljað taka vélar þessarar tegundar aftur í notkun,“ segir forstjórinn. Af þessum sökum hafi þessar þyrlur átt erfitt uppdráttar í Bretlandi og Noregi. „Á bak við þetta standa fyrst og fremst verkalýðsfélög olíuverkamanna en ekki fagaðilar í flugheiminum. Vélarnar eru áfram notaðar af ýmsum aðilum til leitar og björgunar og í hernaði,“ segir í minnisblaðinu. Landhelgisgæslan telji verulegan ávinning felast í því að taka tilboði KAUH og óski eftir afstöðu dómsmálaráðuneytisins - sem gaf grænt ljós á viðskiptin. Rannsókn flugslysanefndar í Noregi á slysinu 2016 er ekki lokið en búist er við niðurstöðum í júlí. Þótt það komi ekki fram í minnisblaði forstjórans eru fleiri en Norðmenn og Bretar og verkalýðsfélög sem enn vantreysta H225. Fréttablaðið sagði þannig frá því í síðustu viku að þyrlufyrirtækið ERA Group í Bandaríkjunum, sem þjónustar olíuborpalla, hefur ekki notað sínar níu H225 þyrlur frá því að slysið varð og fært verðmæti þeirra niður um 80 prósent í bókum sínum. ERA stefndi Airbus vegna galla í H225 og krafðist bóta. Wells Fargo bankinn, sem á þyrlufyrirtæki, og félagið ECN Capital höfðuðu sams konar mál gegn Airbus sem hafnaði öllum kröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Samkvæmt fjármálaáætlun verða þrjár björgunarþyrlur keyptar. Kosta 14 milljarða. Þyrla Gæslunnar er komin á aldur, enda 30 ára. Leiguþyrlur kosta meira árlega en þyrlukaup samkvæmt kostnaðarmati. 3. apríl 2017 07:00 Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Samkvæmt fjármálaáætlun verða þrjár björgunarþyrlur keyptar. Kosta 14 milljarða. Þyrla Gæslunnar er komin á aldur, enda 30 ára. Leiguþyrlur kosta meira árlega en þyrlukaup samkvæmt kostnaðarmati. 3. apríl 2017 07:00
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30