England er því komið í 16-liða úrslitin ásamt Belgíu upp úr G-riðlinum en liðin eru með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Liðin berjast um efsta sætið í lokaumferðinni.
Það voru ekki nema átta mínútur liðnar er fyrsta markið leit dagsins ljós. Kieran Trippier tók aukaspyrnu sem endaði beint á kolli John Stones og boltinn í netinu.
Á 22. mínútu var staðan orðinn 2-0. Harry Kane skoraði þá af vítapunktinum en um klárt víti var að ræða en á 36. mínútu kom Jesse Lingard Englandi í 3-0 með glæsilegu marki.
Eftir þríhyrningsspil við Raheem Sterling þrumaði Lingaard boltanum í netið af um tuttugu metra færi og Panama í alls konar vandræðum. Veislunni í fyrri hálfleik var þó langt í frá lokið.

Fimmta markið kom svo í uppbótartíma í fyrri hálfleik en Kane skoraði þá öðru sinni af vítapunktinum. Panama mótmælti mikið en óumfýjanleg ákvörðun hjá gópum egypskum dómara leiksins.
Englendingar bætti við einu marki í síðari hálfleik er Kane fullkomnaði þrennuna á 62. mínútu. Skot Ruben Loftus-Cheek fór í hælinn á Kane og inn. Mínútu síðar var fyrirliðinn kallaður af velli eftir gott dagsverk.
Panama náði hins vegar að klóra í bakkann áður en yfir lauk. Eftir aukaspyrnu náði Felipe Baloy að skora fyrsta mark Panama í sögu HM. Þeir urðu því þjóð númer 74 til þess að skora á HM. Lokatölur 6-1.
Tveir sigrar í tveimur leikjum hjá Englendingum sem líta vel út. Panama voru hins vegar algjörlega hörmulegir og eru verðskuldað á leið heim af HM. Þeir mæta Túnis í lokaumferð riðilsins á meðan Belgía og England berjast um toppsætið.
#RUS #URU #FRA #CRO #BEL #ENG
— Match of the Day (@BBCMOTD) June 24, 2018
The #ThreeLions are into the knockout stages of the #WorldCup
Next up? Belgium for top-spot in Group G. pic.twitter.com/1a57mbm10j