Rúrik Gíslason kemur inn á kantinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur en Heimir var neyddur til að gera þá breytingu vegna meiðsla Jóhanns. Annars hefði hann byrjað. Rúrik var ekki í EM-hópnum fyrir tveimur árum en byrjar nú annan leik Íslands á HM.
Heimir fer í 4-4-2 í dag og fækkar miðjumönnum um einn. Emil Hallfreðsson sest á bekkinn og Jón Daði Böðvarsson kemur inn í framlínuna við hlið Alfreðs Finnbogasonar.
This is how we start the game against Nigeria.#fyririsland pic.twitter.com/pDAn99SxMF
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2018
Ísland er með eitt stig í D-riðlinum en Nígería er án stiga eftir tap gegn Króatíu í fyrsta leik og því um risastóran leik að ræða fyrir bæði lið.
Beina textalýsingu Vísis frá leiknum þar sem verið er að hita upp fyrir leikinn má finna hér.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.