160 milljörðum króna varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2018 19:51 Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára. Fréttablaðið/Ernir Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15