Í beinni: Björgunaraðgerðir halda áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2018 05:00 Tveir kafarar munu fylgja hverjum dreng út úr hellinum. Vísir/AFP Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. Í dag tókst köfurum að bjarga fjórum drengjum til viðbótar þeim fjórum sem var bjargað í gær. Á morgun stendur til að sækja þá fjóra sem eftir eru auk þjálfarans. Aðgerðirnar hafa gengið vonum framar en aðstæður eru gríðarlega erfiðar eins og greint hefur verið frá síðustu daga. Sjónarvottar segja að drengirnir hafi allir verið í kafarabúningum og með andlitsgrímur þegar þeir komu upp og voru færðir um borð í þyrlu sem beið þess að fara með þá á sjúkrahús. Áherslan færist nú yfir á að hlúa að drengjunum bæði líkamlega og sálfræðilega. Búist er við að þeir geti þjáðst af næringarskorti, áfallastreituröskun og hafi orðið fyrir einhverjum súrefnisskorti.Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi eins og sjá má hér að neðan.
Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. Í dag tókst köfurum að bjarga fjórum drengjum til viðbótar þeim fjórum sem var bjargað í gær. Á morgun stendur til að sækja þá fjóra sem eftir eru auk þjálfarans. Aðgerðirnar hafa gengið vonum framar en aðstæður eru gríðarlega erfiðar eins og greint hefur verið frá síðustu daga. Sjónarvottar segja að drengirnir hafi allir verið í kafarabúningum og með andlitsgrímur þegar þeir komu upp og voru færðir um borð í þyrlu sem beið þess að fara með þá á sjúkrahús. Áherslan færist nú yfir á að hlúa að drengjunum bæði líkamlega og sálfræðilega. Búist er við að þeir geti þjáðst af næringarskorti, áfallastreituröskun og hafi orðið fyrir einhverjum súrefnisskorti.Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi eins og sjá má hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27