Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Jóhann Óli Eiðsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 9. júlí 2018 08:00 Stórt lón myndaðist þar sem Hítará mætti aurnum. Áin fann sér farveg framhjá niður í Tálma. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Afleiðingar skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal eru óljósar. Stærsta skriðan féll aðfaranótt laugardags en enn eru smærri skriður að falla. Góðir veiðistaðir Hítarár voru á svæðinu þar sem skriðan fór yfir. Skriðan hindrar að áin renni eftir sínum forna farvegi. Lón myndaðist við jaðar skriðunnar en í gær hafði vatnsflaumurinn fundið sér nýjan farveg og rennur hann nú í ána Tálma. „Það vantar í ána á einhverjum tíu kílómetra kafla. Það fór beitiland þarna undir en stærsta málið er laxveiðin og hvernig henni reiðir af. Það er einnig óljóst með vatnsskemmdir þegar áin er komin í Tálma. Farvegurinn ræður sennilega ekki við þetta. Þó það sé mikið vatn í ánni núna þá er þetta ekki neitt miðað við vorleysingar,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal.Vísindamenn frá Veðurstofunni og Hafrannsóknastofnun voru við mælingar í Hítará um helgina.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Ef haugurinn verður látinn kyrr þá eru allavega þrír bæir sem missa ána. Það er mögulega hægt að grafa ána í sinn gamla farveg en það er gríðarleg vinna. Það er ekki á færi eins veiðifélags að fara í að moka þessu burt,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið en afar ósennilegt er að nokkuð fáist bætt þar sem um náttúruhamfarir er að ræða. Vátryggingafélög undanskilja slík tjón í skilmálum sínum. „Eins lengi og það er ekkert tjón á vátryggðum eignum þá er þetta atburður sem kemur ekki inn á okkar borð. Samkvæmt okkar bestu vitund, þá varð ekkert slíkt tjón þarna,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, áður Viðlagatrygginga Íslands. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Hafrannsóknastofnun voru að störfum á svæðinu um helgina. Of snemmt er að segja til um endanleg áhrif hamfaranna. „Við fórum í [fyrradag] og litum á þessi ósköp. Þetta er atburður á skala sem við höfum ekki séð fyrr. Það er náttúrulega ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á lífríki árinnar,“ segir Sigurður Már Einarsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.Mildi þykir að enginn var við veiðar þar sem skriðan féll en þar eru vinsælir veiðistaðir. Á svæðinu sem nú er hulið var áður að finna góða hrygningar- og uppeldisstaði laxa. Fréttablaðið/Sigtryggur AriSigurður segir að skriðan hafi farið yfir góð hrygningar- og uppeldissvæði fyrir laxa. Þá hafi fleiri slík svæði þornað upp. Svæðið sem áin rennur nú um sé ekki eins gott. „Það á alveg eftir að meta það hvort möguleiki sé að koma henni aftur í upprunalega farveginn. Það verður mjög dýrt og spurning hvort það sé hægt yfirhöfuð. Þetta kemur til með að hafa áhrif á hlunnindi margra bæja,“ segir Sigurður. „Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og höfum verið í samskiptum við bændur á svæðinu. Við munum funda á morgun vegna þessa og fara vel yfir stöðuna,“ segir Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, en félagið er leigutaki Hítarár. Hann segir að hollið sem hafi lokið veiðum í gær hafi veitt vel en framhaldið sé óljóst. „Við höfum átt í góðu sambandi við veiðifélagið. Hugur okkar er hjá Veiðifélagi Hítarár og bændum á svæðinu. Hítardalur er algjör perla og þetta mun hafa mikil áhrif á hann,“ segir Jón Þór. Birtist í Fréttablaðinu Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. 8. júlí 2018 21:15 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Afleiðingar skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal eru óljósar. Stærsta skriðan féll aðfaranótt laugardags en enn eru smærri skriður að falla. Góðir veiðistaðir Hítarár voru á svæðinu þar sem skriðan fór yfir. Skriðan hindrar að áin renni eftir sínum forna farvegi. Lón myndaðist við jaðar skriðunnar en í gær hafði vatnsflaumurinn fundið sér nýjan farveg og rennur hann nú í ána Tálma. „Það vantar í ána á einhverjum tíu kílómetra kafla. Það fór beitiland þarna undir en stærsta málið er laxveiðin og hvernig henni reiðir af. Það er einnig óljóst með vatnsskemmdir þegar áin er komin í Tálma. Farvegurinn ræður sennilega ekki við þetta. Þó það sé mikið vatn í ánni núna þá er þetta ekki neitt miðað við vorleysingar,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal.Vísindamenn frá Veðurstofunni og Hafrannsóknastofnun voru við mælingar í Hítará um helgina.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Ef haugurinn verður látinn kyrr þá eru allavega þrír bæir sem missa ána. Það er mögulega hægt að grafa ána í sinn gamla farveg en það er gríðarleg vinna. Það er ekki á færi eins veiðifélags að fara í að moka þessu burt,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið en afar ósennilegt er að nokkuð fáist bætt þar sem um náttúruhamfarir er að ræða. Vátryggingafélög undanskilja slík tjón í skilmálum sínum. „Eins lengi og það er ekkert tjón á vátryggðum eignum þá er þetta atburður sem kemur ekki inn á okkar borð. Samkvæmt okkar bestu vitund, þá varð ekkert slíkt tjón þarna,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, áður Viðlagatrygginga Íslands. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Hafrannsóknastofnun voru að störfum á svæðinu um helgina. Of snemmt er að segja til um endanleg áhrif hamfaranna. „Við fórum í [fyrradag] og litum á þessi ósköp. Þetta er atburður á skala sem við höfum ekki séð fyrr. Það er náttúrulega ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á lífríki árinnar,“ segir Sigurður Már Einarsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.Mildi þykir að enginn var við veiðar þar sem skriðan féll en þar eru vinsælir veiðistaðir. Á svæðinu sem nú er hulið var áður að finna góða hrygningar- og uppeldisstaði laxa. Fréttablaðið/Sigtryggur AriSigurður segir að skriðan hafi farið yfir góð hrygningar- og uppeldissvæði fyrir laxa. Þá hafi fleiri slík svæði þornað upp. Svæðið sem áin rennur nú um sé ekki eins gott. „Það á alveg eftir að meta það hvort möguleiki sé að koma henni aftur í upprunalega farveginn. Það verður mjög dýrt og spurning hvort það sé hægt yfirhöfuð. Þetta kemur til með að hafa áhrif á hlunnindi margra bæja,“ segir Sigurður. „Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og höfum verið í samskiptum við bændur á svæðinu. Við munum funda á morgun vegna þessa og fara vel yfir stöðuna,“ segir Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, en félagið er leigutaki Hítarár. Hann segir að hollið sem hafi lokið veiðum í gær hafi veitt vel en framhaldið sé óljóst. „Við höfum átt í góðu sambandi við veiðifélagið. Hugur okkar er hjá Veiðifélagi Hítarár og bændum á svæðinu. Hítardalur er algjör perla og þetta mun hafa mikil áhrif á hann,“ segir Jón Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. 8. júlí 2018 21:15 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. 8. júlí 2018 21:15
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47