Búnir að vera erfiðir mánuðir Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Ásdís Hjálmsdóttir á HM í frjálsum íþróttum í London í fyrra þar sem bakmeiðslin trufluðu hana í úrslitunum Vísir/Getty Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira