Segir menntun skipta máli við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2018 19:15 Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll. Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll.
Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17
Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05
Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00